Author: Golfklúbbur

Flatirnar mjúkar notið gaffal!

Eftir stórrigningar síðustu daga eru flatirnar á vellinum mjög mjúkar og taka vel við boltum. Hins vegar veldur þetta miklum skemmdum á þeim. Verið því dugleg að lagfæra boltaför á flötum og vandið verkið við að lagfæra kylfuför á brautum. Þannig höldum við vellinum í toppstandi.

 

Categories: Fréttir

ÚTSALA AÐ HLÍÐARENDA

Miðvikudaginn 19.sept. kl.16:30 – 18:00 verður sjoppan í golfskálanum opin. Þar verður hægt að versla vörur m. 25% afsl. og einnig gefst tækifæri að gera upp gamlar syndir í sjoppu.

Categories: Fréttir

Bændaglíman á laugardaginn

Hin árlega bændaglíma þar sem leiða saman hesta sína vaskar sveitir bænda. Bændur að þessu sinni verða Klúbbmeistar klúbbsins, þau Arnar Geir Hjartarson og Árný Lilja Jónsdóttir. Þau kjósa sér liðsfélaga og tilkynna hverjir spila saman. Mæting er kl.12:30 á Hlíðarenda og verður ræst út á öllum teigum kl. 13:00. Fyrirkomulag bændaglímu að þessu sinni verður holukeppni með fullri forgjöf. Þátttökugald er 1.500,- Léttar veitingar í mótslok. Allir klúbbmeðlimir hvattir til að mæta. Hægt er að skrá sig hér á golf.is. Mótanefnd hvetur félagsmenn til að skrá sig í tíma til að auðvelda bændunum að velja í lið.

Categories: Fréttir