Author: Golfklúbbur

Frábær viðbrögð á Atvinnulífssýningu

GSS tók þátt í Atvinnulífssýningunni í Skagafirði nú í upphafi Sæluviku. Fjölmargir komu við og fræddust um störf klúbbins og margir sóttust eftir kynningu eða gengu til liðs við klúbbinn.

Gestum sýningarinnar var boðið að taka þátt í getraun, hversu mörg tí voru í blómavasa í bás klúbbsins. Um 500 manns tóku þátt í getrauninni en enginn giskaði á rétta tölu, sem var 1080. Sú sem næst komst var Elísabet Pálmadóttir og skeikaði 18 tíum á hennar giski. Fær hún í verðlaun golfkennslu. Aðrir sem voru nálægt og hljóta golfvörur í vinning voru Eymundur Ás, Helga Dóra Lúðvíksdóttir og Hafsteinn A. Hallgrímsson. Fá þau golfvörur í verðlaun frá GSS og verður haft samband við vinningshafa.

Categories: Fréttir

For-sælu mótið á laugardag

Laugardaginn 28. apríl verður fyrsta golfmót GSS haldið. Leiknar verða 9 holur og er ræst úr klukkan 13:00. Leyfðar verða færslur á brautum en reglur þar um verða kynntar í mótsbyrjun. Keppnisgjald er 500 krónur.

mótanefnd

Categories: Fréttir

Völlurinn opinn

Frá deginum í dag er völlurinn opinn fyrir alla, jafnt klúbbmeðlimi sem aðra. Þrátt fyrir að völlurinn sé í frábæru ástandi miðað við árstíma þá hvetjum við enn sem fyrr til sérstaklega góðrar umgengni, einkum að gæta þess að laga boltaför á flötum. Golfkerrur eru nú leyfðar. Bendum við á að þeir sem ekki eru félagsmenn í klúbbnum geta greitt vallargjald við skálann og þar er hægt að nálgast skorkort. Golfskálinn er ekki opinn að jafnaði. En fljótlega verða félagsmenn beðnir um að hjálpa til við að koma skálanum í stand.

Þá er boltavél á æfingasvæði í gangi og hægt að kaupa token í boltavél hjá Pétri formanni eða Mugg vallarstjóra.

stjórnin

Categories: Fréttir