Author: Golfklúbbur

Völlurinn í frábæru standi

Sjaldan eða aldrei hefur golfvöllurinn komið betur undan vetri en nú. Vakin er athygli á því að völlurinn er opinn, en einungis fyrir félagsmenn.

Mjög mikilvægt er að félagsmenn lagi boltaför á flötum, á því hefur verið mikill misbrestur. Einnig að laga kylfuför á brautum og færa úr bleytu yfir í karga þar sem hætta er á skemmdum. Jafnframt er ætlast til þess að fólk fari ekki með kerrur inn á völlinn, heldur beri kylfurnar. Völlurinn er ennþá í viðkvæmu ástandi og mikilvægt að gæta að honum okkar allra vegna.

Æfingasvæðið verður opið um helgina og boltavélin í gangi.

 

Góða skemmtun

stjórnin

Categories: Fréttir

Æfingasvæðið opið

Nú geta skagfirskir kylfingar farið að munda kylfurnar því æfingasvæðið er opið og vor í lofti. Um páskanna verður boltavélin í gangi. Þá sem vantar token í vélina er bent á að hafa samband við Pétur Friðjónsson eða Mugg vallarstjóra og þeir munu bjarga málum.

Categories: Fréttir

Jóhann Örn Bjarkason tilnefndur sem íþróttamaður Skagafjaðrar

Aldís Ósk Unnarsdóttir og Hlynur Freyr Einarsson voru tilefnd sem efnilegir íþróttamenn.

Við athöfn í gærkvöldi var tilkynnt hver hlyti titilinn íþróttamaður Skagafjarðar 2011. Meðal þeirra sem tilnefndir voru var Jóhann Örn Bjarkason kylfingur. Hann átti gott golfár og hefur aldrei verið betri. Íþróttamaður ársins í Skagafirði var valinn Elvar Einarsson hestamaður á Syðra-Skörðugili og er hann vel að titlinum kominn.

Á samkomunni fengu einnig  ungir og efnilegir íþróttamenn viðurkenningu og voru þau Hlynur Einarsson og Aldís Ósk Unnarsdóttir tilnefnd af hálfu Golfklúbbsins.

Categories: Fréttir