Author: Golfklúbbur

Úrslit í opna Fjölnetsmótinu

Síðasta opna mót sumarsins, samkvæmt mótaskrá, fór fram nú á laugardaginn. Þrátt fyrir kuldann undanfarið var fínasta veður á kylfingum. Keppt var í punktakeppni með og án forgjafar. Án forgjafar varð Ólafur Árni Þorbergsson hlutskarpastur en Einar Haukur Óskarsson og Haraldur Friðriksson fylgdu í kjölfarið. Í keppni með forgjöf varð Svanhildur Guðjónsdóttir hlutskörpust en Pétur Friðjónsson og Dagbjört Rós Hermundardóttir urðu jöfn í 2-3 sæti.

Fyrirhugað er að bændaglíman fari fram næstu helgi og ef verður leyfir mun mótanefnd fyrirvaralítið skella á mótum þegar þeirra verður síst von. Í öllu falli er völlurinn í fínu standi og því lítil ástæða til annars en að skjótast í golf þegar tækifæri gefst til.

Categories: Fréttir

Úrslit í opna Skýrrmótinu

Skýrr mótið fór fram sunnudaginn 28.ágúst og var spilað með Greensome fyrirkomulagi.
Keppendur voru 56 eða 28 pör.
Úrslit voru eftirfarandi:

1.       Elvar Ingi Hjartarson og Hjörtur Geirmundsson GSS – 67 högg
2.       Haraldur Friðriksson og Guðmundur Ragnarsson GSS – 69 högg
3.       Guðmundur Þór Árnason og Ólöf Hartmannsdóttir GSS – 70 högg
4.       Björn Sigurðsson og Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir GSS – 70 högg
5.       Ásgeir Einarsson og Sigríður Elín Þórðardóttir GSS – 72 högg

Síðan voru veitt tvenn aukaverðlaun:

Lengsta upphafhögg á 9/18 braut hlaut Fylkir Þór Guðmundsson GÓ.
Næst holu á 6/15 braut var Ingvi Þór Óskarsson GSS – 152 cm.

Categories: Fréttir

Opna Skýrr á næsta leiti

Næstkomandi sunudag verður opna Skýrr mótið haldið á Hlíðarendavelli. Fyrirkomulagið verður greensome, þ.e. tveir eru saman í liði og slá báðir upphafshögg, en velja síðan annan boltann til að spila með. Skráning er á golf.is

Categories: Fréttir