Author: Unglinganefnd GSS

Opið hús, púttmót og kynning

Opið hús verður á „Flötinni“ ( Borgarflöt 2) miðvikudaginn 24.apríl n.k. kl.20:00 – 22:00 .

Hægt verður að pútta 18 eða 36 holur eftir því sem mannskapurinn vill. Ekkert mótsgjald og engin verðlaun að þessu sinni.

Svo verður einnig kynning á golfherminum þar sem allir geta prófað.

Við viljum hvetja alla til að koma, félaga í klúbbnum jafnt sem aðra og eiga saman skemmtilega kvöldstund og hita sig upp fyrir sumarið.

Kaffi verður á könnunni.

 

Es.

Þeir sem vilja komast á póstlista Golfklúbbsins sendi póst á formadur@gss.is

 

Categories: Óflokkað

Golfæfingar barna og unglinga að hefjast

Um síðustu helgi fékk Golfklúbbur Sauðárkróks  grasteppi og hefur það verið lagt á hluta inniaðstöðunnar á Borgarflöt 2.  Það er því komin mjög góð aðstaða til pútt og vippæfinga.

Við ætlum því að hefja æfingar núna í vikunni. Þannig að fyrstu æfingar eru 20. og 21. febrúar.

Til að byrja með ætlum við að vera með eina æfingu í viku og skipta hópnum eftir aldri.

Yngri hópurinn ( 11 ára og yngri – 5.bekkur og yngri ) verður á fimmtudögum kl. 17:30 – 18:30. Eldri hópurinn ( 12 ára og eldri – 6. Bekkur og eldri) verður á miðvikudögum kl.17:00-19:00.  Við skoðum svo hvernig mæting verður og hvort að breyta þarf fyrirkomulagi á þessum æfingum.  Við skoðum svo fjölgun á æfingum þegar nær dregur vori.

Verð fyrir þessar æfingar fram á vorið eru: fyrir yngri hóp 4.000,- og eldri hóp 6.000,- Svo stefnum við á að fá golfkennara einhverjar helgar til að vera með okkur og þá þarf að greiða kr.1.000,- aukalega fyrir að taka þátt í þeim æfingum.

Svo þurfið þið að hafa með ykkur íþróttaskó/inniskó því við förum ekki á útiskóm inn á grasteppið.

Muna líka eftir golfkylfum, en við komum til með að einbeita okkur að púttum og vippum til að byrja með.  Endilega bjóðið áhugasömum vinum með ykkur til að prófa þessa frábæru aðstöðu sem við erum búin að bíða svo lengi eftir.

Categories: Óflokkað

Kynning á golfherminum fyrir börn og unglinga

Sunnudaginn 3.febrúar n.k. ætlar barna-og unglinganefnd GSS að vera með kynningu á golfherminum sem settur var upp í desember á Borgarflöt 2.

Kynningin er sérstaklega ætluð fyrir ungu kynslóðina en um að gera að taka mömmu og pabba með sér og einnig vinina ef þeir hafa áhuga Um að gera að hafa með sér þær kylfur sem þið viljið nota í herminum.

Kynningin stendur yfir á milli kl.16 og 19.  Þá er líka tilvalið að kíkja á nýja húsnæðið þó það sé ekki alveg fullfrágengið ennþá.

Endilega fjölmennið og prófið þennan stórskemmtilega golfhermi.

 

Categories: Óflokkað