Category: Börn og unglingar

Norðurlandsmótaröð barna

Fyrsta mót sumarsins í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram sunnudaginn 14. júní. Þátttaka var góð og mættu krakkar frá Skagafirði, Akureyri og Dalvík. Spilað var í nokkrum flokkum í bæði 9 og 18 holu leik og kepptu 59 börn og unglingar, allt frá 5 ára upp í 18. Stærsti flokkurinn var byrjendaflokkur með 23 keppendur. Skagfirsku kylfingarnir stóðu sig með prýði og stefnir í gott sumar. Myndir frá mótinu eru inn á Facebook hópnum Golfmyndir GSS.

Categories: Börn og unglingar

Þórður Rafn með námskeið

Þórður Rafn Gissurarson atvinnukylfingur verður með námskeið fyrir byrjendur og lengra komna helgina 20. – 21. júní.  

Byrjendanámskeið: hentar vel byrjendum og þeim sem vilja rifja upp.  Farið í undirstöðuatriði: sveiflu, pútt, vipp, járnahögg og teighögg. Laugardag og sunnudag kl 13 – 15.  Hámark 6 manns. Verð 15 þúsund.  Skráning: golfkennslatrg@gmail.com

Æfðu eins og atvinnukylfingur: Fyrir þá sem vilja bæta sig og æfa markvisst.  Teighögg, járn og stutta spilið. Meðal annars frammistöðuæfingar sem munu skila sér í betra skori. Laugardag og sunnudag kl 10:00 – 12:30. Hámark 6 manns. Verð 15 þúsund.  Skráning golfkennslatrg@gmail.com

Hópkennsla/einkakennsla:  55 mínútur fyrir 1-4 manns. Hámark 4 manns.  Fös kl 16 – 20, Lau kl 15 – 20, Sun kl 15 og 16. Fast verð fyrir kennslustund óháð fjölda er 10 þúsund. Skráning golfkennslatrg@gmail.com

Dregið úr takmörkunum 4. maí

Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra kynntu á blaðamannafundi í dag næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Breytingarnar taka gildi 4. maí.

Hvað skipulagt íþróttastarf barna varðar þá verður það heimilt utandyra ef ekki eru fleiri en 50 saman í hóp. Þá skal vera að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð á milli þeirra, eftir því sem unnt er, sérstaklega hjá eldri börnum.

Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með þeim takmörkunum að ekki mega fleiri en fjórir æfa eða leika saman, snertingar eru óheimilar og halda skal tveimur metrum á milli einstaklinga. Þá skal notkun á sameiginlegum búnaði haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli notkunar.

Útfærsla fyrir golf verður kynnt bráðlega en gleðifregnirnar eru þær að allt stefnir í að unnt verði að stunda golf með nokkuð eðlilegum hætti í sumar.